Starfsmaður

Kolbrún Björnsdóttir

Kolbrún Björnsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 891 8122

Kolla er borin og barnsfæddur Siglfirðingur sem þykir fátt skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni, hvort sem það er á göngu, hlaupum, í sjónum eða á gönguskíðum. Hún uppgötvaði útivistina seint eða fyrir nokkrum árum en hefur tekið hana þeim mun fastari tökum. Það er sérstök ástríða hennar að koma sem flestum út að leika eins og hún kallar það en hún er sannfærð um að hreyfing í náttúrunni sé eitt besta meðalið við mörgu sem hrjáir mannfólkið.

Kolla er menntaður stjórnmálafræðingur og leiðsögumaður. Hún starfaði lengi vel við fjölmiðla en stýrir í dag Lífi styrktarfélagi ásamt því að sinna fararstjórn hjá Ferðafélaginu. Hún hefur fengist við fararstjórn bæði hér heima og erlendis og hefur sótt grunnnámskeið í jöklaleiðsögn.

Ómissandi í bakpokann

Vatn og orkubiti.

Uppáhalds leiksvæði

Hálendi Íslands.