Starfsmaður

Margrét Sveinbjörnsdóttir

Margrét Sveinbjörnsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 863 7694

Margrét sleit barnsskónum á Heiðarbæ í Þingvallasveit, í jaðri Mosfellsheiðar sem hefur verið eitt af viðfangsefnum hennar og áhugamálum um nokkurra ára skeið. Útkoman er Árbók FÍ 2019: Mosfellsheiði – Landslag, leiðir og saga, sem hún skrifaði ásamt þeim Bjarka Bjarnasyni og Jóni Svanþórssyni en þau vinna einnig að gönguleiðabók um heiðina, sem kemur út í kjölfar árbókarinnar.

Nokkur síðastliðin sumur hefur Margrét gengið þvers og kruss um Mosfellsheiði ásamt göngufélögunum Bjarka og Jóni, spáð í gamlar götur, grúskað í heimildum og kynnst nýjum hliðum á heiðinni, sem hún þóttist þó þekkja allvel eftir að hafa smalað þar fé á hverju hausti allt frá barnsaldri. Á síðustu árum hefur hún einnig rannsakað og miðlað sögu mannlífs í Þingvallasveit á 20. öld í útvarpsþáttum og fræðslugöngum í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Nú er Margrét vefritstjóri á skrifstofu Alþingis. Þar áður starfaði hún sjálfstætt sem menningarmiðlari í Brúarsmiðjunni og sömuleiðis hefur hún unnið við blaðamennsku og almannatengsl.

 

Ómissandi í bakpokann

Heitt te á brúsa og dökkt súkkulaði.

Uppáhalds leiksvæði

Að vetri til: Stærsta skautasvell landsins, Þingvallavatn ísi lagt. Að sumri: Hvannagjá á Þingvöllum, þar er gaman að fara í pokahlaup og syngja.