Starfsmaður

Ólafur Sveinsson

Ólafur Sveinsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 770 4604

Ólafur er fæddur og uppalinn á Skúlagötunni í Reykjavík snemma á síðustu öld, þar sem leikinn var fótbolti frá morgni til kvölds. Hann rekur ættir sínar norður á Strandir og í Reykhólasveit.

Ólafur er lærður framreiðslumaður og hefur starfað við þá iðn í yfir 50 ár með við komu hjá SÁÁ. Hann var virkur í félagsmálum framreiðslumanna og var formaður þeirra í nokkur ár. Hann lék knattspyrnu með Fram og varð bikarmeistari með þeim árið 1970 og hefur einnig leikið fyrir ÍR, Leikni, Gróttu og Hauka. Þá starfaði Ólafur í mörg ár sem knattspyrnudómari í efstu deild.

Ólafur, eða Óli eins og hann er jafnan kallaður, hefur alltaf verið mikið fyrir að hreyfa sig og stundað lengi hlaup og sund. Upp úr 1990 fór hann að fara á fjöll, fyrst nokkuð óskipulega en síðan með 52ja fjalla hópi Ferðafélags Íslands og hefur ekki stoppað síðan.

Síðustu ár hefur Óli, ásamt öðrum, leitt gönguverkefnin Fyrsta skrefið og Næsta skref ásamt því að halda utan um ef gönguhóp Bláa lónsins. Hann hefur sótt ótal námskeið um fyrstu hjálp.

Ómissandi í bakpokann

Snikkers og rafhlöður.

Uppáhalds leiksvæði

Stór Hafnarfjarðarsvæðið og Þórsmörk.