Starfsmaður

Pétur Magnússon

Pétur Magnússon

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 841 1600

Pétur hefur stundað útvist og gönguferðir frá blautu barnsbeini. Hann hefur verið fararstjóri í rúman áratug í ýmsum ferðum og frá árinu 2008 verið fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands á Laugaveginum.

Pétur hefur gegnum tíðina sótt ýmis námskeið tengd gönguferðum, fjallamensku, öryggismálum og skyndihjálp. Hann hefur víða gengið og hlaupið og á það til að baða sig í ám, vötnum og sjó ef svo ber undir...

Kvöldvökur og leikir af öllum stærðum og gerðum eru sérstakt áhugamál Péturs.

Í hinu lífinu starfar Pétur sem forstjóri Hrafnistuheimilanna auk þess að sinna fjölskyldu, vinum og fjöldamörgum áhugamálum.

Ómissandi í bakpokann

Súkkulaðirúsínur - þær geta bjargað alveg ótrúlega miklu!

Uppáhalds leiksvæði

Laugavegurinn og Þórsmerkursvæðið.