Starfsmaður

Ragnar Antoniussen

Ragnar Antoniussen

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 896 0484

Ragnar hefur reynslu af fjallamennsku að sumar og vetrarlagi. Vetrarferðirnar heilla hann þó mun meira og þá sérstaklega fjallaferðir í Öræfa- og Suðursveitina þar sem mörg af tignarlegurstu fjöllum landsins er að finna og sjálfan Vatnajökul.

Áhugasvið hans eru jöklaferðir og alls kyns brölt í bröttum fjöllum og á ís og er áhuginn helstur á ferðum sem teljast til lengri og erfiðari fjallaferða.

Ragnar er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík (HSSR) og var þar stjórnandi útkallshóps. Þar hefur hann séð um og staðið fyrir margs konar æfingum og ferðum ásamt því að hafa yfirumsjón með nýliðaþjálfun hjálparsveitarinnar.

Hann er með gilt skírteini í Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og hefur lokið Jöklaleiðsögn I í þjálfunarkerfi Félags fjallaleiðsögumanna.

Ragnar er kerfisfræðingur og starfar sem forritari hjá Advania.

Ómissandi í bakpokann

Vasahnífur og Snickers.

Uppáhalds leiksvæði

Öræfin og Suðursveitin. Þar finnur maður allt sem þarf, skriðjökla og háa og bratta tinda.