Fararstjóri

Tryggvi Felixson

Tryggvi Felixson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 699 2682

Tryggvi Felixson fékk fjallabakteríuna í æsku sem skáti í Kópavogi og smali undir Mýrdalsjökli. Sem flokks- og sveitarforingi í Skátafélaginu Kópar í mörg ár aflaði hann sér dýrmætrar þekkingar og reynslu til starfa sem leiðsögumaður utan alfarleiða. Hann hefur lokið í leiðsögunámi við Endurmenntun HÍ og námskeiðinu Jöklar 1 og hefur einnig stóra meiraprófið í farteskinu.

Tryggvi hefur verið leiðsögumaður í gönguferðum víða um land, en undanfarin ártug hefur hann sérhæft sig í ferðum um Þjórsárver. Hann hefur einnig boðið upp á gönguferðir fyrir ferðamenn í sinni sælu sveit, Mýrdalnum, undir fyrirsögninni „Walk and Talk with My Uncle“ (www.myuncle.is).

Tryggvi á fjölbreyttan starfsferil að baki en starfar nú sem sjálfstæður leiðsögumaður og ráðgjafi, en gegnir einnig stöðu sem formaður stjórnar Landverndar og er gjaldkeri félagsins Vinir Þjórsárvera.

 

Ómissandi í bakpokann

Sjónauki, súkkulaði og ullarvettlingar.

Uppáhalds leiksvæði

Víðast hvar í óbyggðum Íslands má upplifa dýrð fjallalífsins, en Þjórsárver og Hornstrandir hafa alveg sérstakan sess.