Starfsmaður

Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir

Fararstjóri

Starfsheiti

Vilborg Arna hefur starfað við ferðamennsku og leiðsögn hátt í 20 ár (18 nákvæmlega) og í gegnum tíðina sinnt ýmsum verkefnum fyrir FÍ.

Eftir að hafa gengið á Hvannadalshnúk í erfiðum aðstæðum áttaði hún sig á því að fjallamennska væri það sem hún brynni fyrir og hefur síðan þá verið á ferð og flugi ýmist á eigin vegum eða í hlutverki leiðsögumanns. Hún ólst upp í björgunarsveitinni Ársæli og er afar þakklát fyrir það uppeldi.

Leið Vilborgar hefur legið víða síðasta áratuginn með viðkomu á Suðurpólnum, tindunum sjö, Everest, Cho Oyu, Ama Dablam og ýmsum fleiri stöðum. Hún hefur jafnframt leitt Íslendinga (ferðamenn) í hinum ýmsu ævintýra og fjallaferðum út um allan heim auk þess að leiðbeina reglulega á hinum ýmsu námskeiðum s.s. Wilderness Travel, Expedition Planning, Adventure Tourism og þjálfað einstaklinga sem hyggja á Pólferðir eða háfjallamennsku.

Vilborg er ferðamálafræðingur að mennt með MBA gráðu og diploma í Marþjálfun. Hún rekur ferðaskrifstofuna Tinda Travel þar sem hún býður upp á skemmtilegar ferðir á erlenda grundu. Hún hefur einnig réttindi sem land- og staðarvörður, er með WFR skýrteini og hefur lokið ýmsum námskeiðum á sviði fjalla og ferðamennsku.

Í bakpokann:

Elska súkkulaði húðað Oreo, flatkökur og Oatly kókódrykk.

Leiksvæði:

Hjarta mitt og rætur eru á Rauðasandi