Skáli: Álftavatn

Suðurland
Álftavatn
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Við Álftavatn standa tvö sæluhús. Stærra húsið er á tveimur hæðum og hýsir 38. Niðri er forstofa, opið eldhús og matsalur og fjögur herbergi. Uppi eru tveir svefnsalir með rúmbálkum. Minna húsið skiptist í eldhús og svefnsal með borðum og stólum. Þar geta 36 sofið.

Gistiskálarnir tveir eru samtengdir með trépalli sem liggur líka að salernishúsinu. Salernishúsið er sameiginlegt fyrir allt svæðið, þ.e. fyrir gistiskálana og tjaldsvæðið og þar eru sturtur. Lítið skálavarðahús er líka á svæðinu. Tjaldsvæðið er stórt. Vetrarkamar er skammt frá salernishúsinu.

Fyrsta gönguhúsið við Álftavatn var reist árið 1979 og var upphaflega hugsað til að þjónusta göngumenn á Laugaveginum. Þeir sem ganga Laugaveginn frá Landmannalaugum ganga stundum alla leið í Álftavatn fyrsta daginn og gista þar fyrstu nóttina á meðan aðrir kjósa að vera fyrstu nóttina í Hrafntinnuskeri og gista aðra nótt í Álftavatni.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: N 63°51.470 - W 19°13.640
  • Símanúmer: 823 4008
  • Hæð yfir sjávarmáli: 550m
  • Næsti skáli: Hrafntinnusker og Hvanngil
  • Aðgengi: Á jeppum
  • Farsímasamband: Já
  • Skálavörður: Á sumrin

Aðstaða í/við skála

Laugavegur

Hálendið
travelTrailViewTrail