Skáli: Emstrur

Suðurland
Emstrur
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Þrjú lítil sæluhús standa í Botnum á Emstrum auk skálavarðahúss. Sæluhúsin eru öll eins í laginu. Gengið er inn í forstofu og þaðan inn í svefnrýmið sem hýsir líka lítið, opið eldhús, langborð og stóla. Húsin, sem hvert um sig hýsir 20 manns í 10 tvíbreiðum kojum, eru öll tengd saman og við salernishúsið með trépalli.

Góð aðstaða er til að sitja úti á trépöllunum og saman myndar þessi þyrping skemmtilega heild húsa. Á bak við húsin og í dalverpi fyrir neðan þau er lítið tjaldstæði. Salernishúsið er sameiginlegt fyrir skála- og tjaldgesti og þar er hægt að fara í sturtu. Vetrarkamar er fyrir neðan salernishúsið.

Fyrsta sæluhúsið í Botnum var reist árið 1976, með það í huga að þjónusta göngufólk um Laugaveginn.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: 63°45.980 -W 19°22.450
  • Símanúmer: 490 0137
  • Hæð yfir sjávarmáli: 465m
  • Næsti skáli: Hvanngil og Þórsmörk
  • Aðgengi: Á jeppum
  • Farsímasamband: Á hæð fyrir ofan skálann
  • Skálavörður: Á sumrin

Aðstaða í/við skála

Laugavegur

Hálendið
travelTrailViewTrail