Skáli: Hrafntinnusker

Suðurland
Hrafntinnusker
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri tekur 52 manns í gistingu. Skálinn stendur á tveimur hæðum. Á neðri hæð hússins er anddyri, tveir svefnsalir með kojum, langborðum og stólum og eldhús með rennandi vatni, gashellum og öllum eldhúsáhöldum. Á efri hæðinni er skálavarðaherbergi og tveir svefnsalir þar sem sofið er á dýnum á gólfinu.

Kamaraðstaða með vöskum er sambyggð húsinu en þó er ekki innangengt úr skálanum á kamarinn. Stór og rúmgóður trépallur liggur allt í kringum húsið og tengir skálann og kamarinn. Enginn sturta er á svæðinu. Annar lítill kamar er staðsettur á tjaldsvæðinu skammt fyrir neðan skálann. Tjaldað er á grjótmel.

Fyrsti skálinn í Hrafntinnuskeri var reistur árið 1977 í því sjónarmiði að þjónusta göngufólk á Laugaveginum.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: N 63°56.014 - W 19°10.109
  • Símanúmer: 499 0679
  • Hæð yfir sjávarmáli: 1100m
  • Næsti skáli: Landmannalaugar og Álftavatn
  • Aðgengi: Aðeins gangandi
  • Skálavörður: Á sumrin

Aðstaða í/við skála

Laugavegur

Hálendið
travelTrailViewTrail