Skáli: Þórsmörk

Suðurland
Þórsmörk
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Skagfjörðsskáli í Þórsmörk er stór og rúmgóður fjallaskáli á tveimur hæðum. Alls geta 75 manns sofið í skálanum öllum.

Á neðri hæðinni er gengið inn í opið anddyri og inn af því er stórt opið eldhús með gashellum og kamínu. Stór matsalur með borðum, stólum og sófahorni liggur til hægri handar en til vinstri handar inn af anddyrinu er lokaður gangur með tveimur svefnherbergjum með kojum og einu litlu eldhúsi. Á efri hæð hússins eru þrjú svefnloft með rúmbálkum og kojum. Skálinn var reistur árið 1954.

Góður pallur liggur við húsið þar sem hægt er að grilla og borða úti við. Skálinn er tengdur salernishúsi með hellulögðum stíg og þar eru auk salerna, tvær sturtur. Bak við húsið ofan í laut er góð grillaðstaða fyrir stærri hópa en þar er stórt hlaðið útigrill, langborð og bekkir.

Auk svefnrýmis í Skagfjörðsskála er lítill skáli í Skáldagili undir Valahnúk þar sem fjórir geta sofið. Þar er rennandi vatn og eldunaraðstaða en ekkert salerni er við skálann.

Margvísleg aðstaða er í Þórsmörk og meðal annars er þar svokallað dagsferðahús þar sem bæði tjaldgestir og dagsferðalangar geta eldað og borðað nestið sitt. Í dagsferðahúsinu er einnig rekin lítil verslun með vínveitingaleyfi.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: N 63°40 960 - W 19°30.890
  • Símanúmer: 893 1191
  • Hæð yfir sjávarmáli: 200m
  • Næsti skáli: Botnaskálar í Emstrum
  • Aðgengi: Á jeppum
  • Skálavörður: Á sumrin

Aðstaða í/við skála

Fimmvörðuháls

Suðurland
travelTrailViewTrail

Laugavegur

Hálendið
travelTrailViewTrail