Fréttir

Könnun um miðhálendið

Útivistarfólk er hvatt til að taka þátt í viðhorfskönnun um miðhálendi Íslands sem er hluti af meistaraverkefni í Landfræði við HÍ.

Fjallagarpaverkefni Ferðafélags barnanna

Nýtt og spennandi verkefni á vegum Ferðafélags barnanna, rúllar af stað 9. maí þegar gengið verður á Úlfarsfell.

Vatnajökull á Háfjallakvöldi

Háfjallakvöld þar sem Vatnajökull er í brennidepli verður haldið þriðjudagkvöldið 24. apríl í stóra sal Háskólabíós. Fyrirlestrarnir eru í boði Vina Vatnajökuls og Ferðafélags Íslands og í samstarfi við Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL).

Ferðafélag barnanna í Áttavitanum

Annar þáttur Áttavita Ferðafélags Íslands er kominn í loftið. Að þessu sinni ræðir Bent Marinósson við Döllu Ólafsdóttur og Matthías Sigurðarson, umsjónarmenn Ferðafélags barnanna.

Máttur víðernanna

Í tilefni vorhátíðar Kötlu jarðvangs bjóða Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi til málþings á sumardaginn fyrsta,19. apríl, kl. 13-16:30 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

FÍ samplokk á Degi jarðar

Sunnudaginn 22. apríl er stefnt að því að fá alla út að plokka rusl. FÍ skipuleggur stóran sameiginlegan plokkdag og er mæting við Olís við Rauðavatn.

Gestir og gangandi í náttúrunni

Ferðafélag Íslands og Rauði krossinn bjóða upp á fimm göngur í apríl og maí, í og við Reykjavík þar sem nýir Íslendingar eru boðnir velkomnir.

Öryggismál bætt í Egilsseli

Blásið var til vinnuferðar upp í Egilssel á Lónsöræfum um helgina í þeim tilgangi að laga fjarskiptamál skálans sem hafa verið í ólestri.

Ánægðir á Laugaveginum

Ríflega 88% göngumanna sem gengu Laugaveginn síðasta sumar, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, töldu að náttúran á leiðinni hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Aðeins 1% taldi náttúruna ekki standast væntingar.

Umhverfisátak Ferðafélags Íslands

Mikil orka býr í fjallahópum FÍ þar sem hundruð þátttakenda fá útrás fyrir orku sína í fjallgöngum og útiveru. Nú boðar Ferðafélag Íslands umhverfisátak á næstu vikum þar sem þátttakendur í fjallaverkefnum FÍ og almenningur allur er hvattur til að mæta og plokka plast á hinum ýmsu svæðum.