Árbók FÍ vel tekið - muna að greiða árgjaldið

Árbók FÍ 2018 hefur verið mjög vel tekið. Bókin er mjög umfangsmikil, yfir 500 blaðsíður og rúmlega 500 myndir rituð af Hjörleifi Guttormssyni náttúrufræðingi. Við viljum hvetja félagsmenn sem eiga eftir að greiða árgjaldið að greiða sem fyrst þannig að hægt sé að að senda þeim árbókina og ársskírteinið með öllum þeim fríðindum sem því fylgir.  

Allir þeir sem þegar hafa greitt ættu nú að hafa fengið bókina heim eða hún á leiðinni til þeirra með Póstinum í síðasta lagi í lok þessarar viku.