Eldri og heldri borgarar í Þórsmörk

Eldri og heldri borgarar áttu góða ferð í Þórsmörk í nýliðinni viku þar sem allir áttu góða og skemmtilega stund í Mörkinni.   Ferðin „Upplifðu Þórsmörkina“ ferð eldri og heldri borgara hefur verið á dagskrá undanfarin ár og mjög vel sótt, ferðin í ár var engin undantekning frá því.

Hópurinn heimsótti Þórsmörk og kynntist þeim þremur ferðamannasvæðum sem þar eru, Húsadalur, Langidalur og Básar.  Eins og myndirnar bera með sér þá var spilað og sungið dátt.