Eldri og heldri borgarar í Þórsmörk

Ferðafélag Íslands var með sérstaka ferð í Þórsmörk í vikunni sérsniðna fyrir eldri og heldri borgara.  Ferðin var einstaklega vel heppnuð, ferðalangar heimsóttu og skoðuðu nágrenni í Húsadal, Langadal og Goðalandi.   Í Skagfjörðsskála, skála Ferðafélagsins, var boðið upp á kaffi og kleinur undir harmonikkuleik.