Ferðakynningar framundan

Hvert viltu fara í sumar? Á næstu vikum býður FÍ upp á svokölluð ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir.

Á hverju kynningarkvöldi eru þrjár til fjórar ferðir kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt og hvert kynningarkvöld stendur aðeins í klukkustund. Allar kynningarnar eru haldnar í risi FÍ, Mörkinni 6 og hefjast kl. 20.

Ertu með valkvíða eða ekki alveg viss hvert skal halda í sumar? Þá er þetta leiðin til að spá og spekúlera, hitta fararstjórana og mögulega ferðafélaga og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um gönguferðir sumarsins.

Dagskrá ferðakynninganna

Hér fyrir neðan má sjá hvaða ferðakynningar eru næst á dagskrá. Smellið á nafn hverrar ferðar til að lesa nánar um hana.

19. mars, kl. 20. Mánudagur

Kóngsvegurinn

Jarlhettuslóðir

Kemst þó hægt fari

Skagaheiði og Staðarfjöll

Skjaldbreiður og Brúarárskörð

20. mars, kl. 20. Þriðjudagur

Dagleiðir við Djúp

Hlöðuvík - bækistöðvarferð