FÍ jakkar, skór og brúsar

Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands býðst félagsmönnum að kaupa nokkrar vandaðar útivistarvörur á sérstöku tilboðsverði.

Um er að ræða sérmerkta jakka og peysur en líka alhliða gönguskó og endingargóða hitabrúsa.

  • Dökkblár göngujakki af tegundinni Marmot Minimalist í kven- og karlasniðum. Alhliða skeljakki með goretexi. Göngujakkinn er merktur með merki Ferðafélags Íslands á upphandlegg og íslenska fánanum á brjósti og kostar 21.000 kr. 

  • Dökkblár flísjakki af tegundinni Marmot Variant í kven- og karlasniðum. Hlýr og notalegur jakki sem hentar bæði sem millilag eða léttur utanyfirjakki. Flísjakkinn er merktur með merki Ferðafélags Íslands á upphandlegg og íslenska fánanum á brjósti og kostar 11.000 kr. 

  • Brúnir gönguskór af tegundinni Scarpa Ladakh og Hekla . Leðurskór sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður, bæði sumar og vetur. Skórnir kostar 39.000 kr. 

  • Rauður hitabrúsi af tegundinni Thermos. Sérlega góður, gamaldags brúsi sem heldur hita í 18 plús klukkustundir. Við erum búin að prófa :) Hitabrúsinn kostar 5.500 kr. 

Við hvetjum félagsmenn til að heimsækja okkur á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 til að skoða, máta og gera góð kaup.

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-17.