Fjallabyggð og Fljót - kynning á Siglufirði 16. júní

Í vikunni gaf Ferðafélag Íslands út rit um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum. Höfundurinn ritsins er Siglfirðingurinn Björn Z. Ásgrímsson. Heiti þess er Fjallabyggð og Fljót – 25 gönguleiðir um fjallstinda og fjallaskörð.

Þetta er fallegt og fróðlegt rit sem hentar vel að taka meðferðis í stuttar og lengri leiðir. Þar eru gagnlegar lýsingar allra leiða ásamt kortum með GPS punktum. Einnig er fjöldi fallegra ljósmynda í ritinu og annar fróðleikur tengt gönguleiðunum.


Björn hefur unnið að ritinu sl. tvö ár og vill fagna þessum tímamótum með kynningu á bókinni á Hótel Sigló sunnudaginn 16 júní kl. 15:00. Allir hjartanlega velkomnir.