Fjallagarpar Ferðafélags barnanna

Það var Ferðafélagi barnanna mikill heiður að afhenda stórum hópi duglegra og kátra barna viðurkenningarskjal sem Fjallagarpar Ferðafélags barnanna að aflokinni Esjugöngu um helgina. Það hefur verið ótrúlega gaman að ganga með þessum brosmildu og kátu krökkum á sex fjöll og við hlökkum til að hitta þau og aðra krakka aftur í vor þegar við höldum verkefninu áfram!