Fjallaskíðamennska í Áttavitanum

Gestir okkar að þessu sinni eru þeir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands og Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og einnig stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Þeir eru miklir áhugamenn um fjallaskíðamennsku og settust niður með okkur og fræddu um þessa frábæru útivist sem fjallaskíðamennskan er.  

Mjög mikil framþróun hefur verið undanfarið í búnaði til fjallaskíðamennsku, búnaðurinn að verða léttari og léttari með árunum og úrvalið sífellt að aukast. Gífurlegur áhugi hefur verið í fjallaskíðaferðir FÍ sem er í takt við aukinn áhuga á þessu formi útivistar.