Fossarnir í Hvalá og Eyvindarfjarðará - einstök ferð í Árneshrepp

Hvalá og áin Rjúk­andi yrðu virkjaðar sam­an. Úttak virkj­un­ar yrði rétt ofan Hvalár­foss. Rax / Ra…
Hvalá og áin Rjúk­andi yrðu virkjaðar sam­an. Úttak virkj­un­ar yrði rétt ofan Hvalár­foss. Rax / Ragn­ar Ax­els­son

Ferðafélag Íslands býður upp á einstaka ferð á fyrirhugað virkjanasvæði neðan Ófeigsfjarðarheiðar dagana 10. - 13. ágúst.  Lagt er upp með að sýna þátttakendum í ferðinni umrætt svæði á hlutlausan hátt þannig að hver og einn geti myndað sér skoðun á þessum virkjanakosti byggða á eigin upplifun. 

Þátttakendur koma sér á eigin vegum til Norðurfjarðar fimmtudaginn 10. ágúst.  Gist verður í tvær nætur að Valgeirsstöðum en eina nótt á á fyrirhuguðu virkjanasvæði.  Gengið verður upp með Eyvindarfjarðará og að Eyvindarfjarðavatni og Hvalárvötnum og fossaraðir í í Hvalá og Eyvindarfjarðará skoðaðar, meðal annars fossinn Drynjandi. 

Þátttakendur heimsækja Kaffi Norðurfjörð og Kört og ganga á fjöll í Árneshreppi, þ.e. Urðartind og Töflu. 

Sjá ferðalýsingu nánar undir ferðir og á facebókarsíðu Ferðafélags Íslands