Frábær þátttaka í Lýðheilsugöngum FÍ í gær

Vaskur hópur gekk um Laugardalinn og nágrenni í gær.
Vaskur hópur gekk um Laugardalinn og nágrenni í gær.

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands eru einn af hápunktum í afmælisári félagsins, en félagið fagnar 90 ára afmæli í ár.  Fyrstu göngurnar af fjórum fóru fram víðsvegar um landið í gær.

„Lýðheilsugöngurnar fara vel af stað, gengið var í öllum landshlutum í gær og þátttaka fór fram úr okkar björtustu vonum,“ seg­ir Ólöf Sívertsen verkefnastjóri hjá Ferðafélagi Íslands.

„Gengið verður alla miðvikudaga í septemer og hvetjum við fólk að fylgjast með dagskránni á heimasíðu okkar www.fi.is/lydheilsa og skrá sig í næstu göngur, en allir þeir sem skrá sig á heimasíðunni eiga kost á því að hreppa veglegan vinning að launum fyrir þátttöku,“ segir Ólöf ennfremur.

Næstu göngur fara fram 13. september viðsvegar um landið.   Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu verkefnisins,  fi.is/lydheilsa.

 

Gengið í Mosfellsbæ

Gengið í Fljótsdalshéraði.