Fræðslukvöld FÍ og Fjallakofans

Fjölbreytt fræðslukvöld verður haldið þriðjudagkvöldið 8. maí þar sem meðal annars verður fjallað um nýjungar í nærfatnaði, skíðum, gönguskóm og jöklabúnaði.

Fræðslukvöldið er haldið í samstarfi Ferðafélags Íslands og Fjallakofans og stendur frá kl. 20 til 21:30 í sal FÍ, Mörkinni 6.

Alls verða erindin fimm talsins og eru 15-20 mínútur.

Öll erindin eru fróðleg, skemmtileg og gott veganesti fyrir allt útivistarfólk.

  • Hilmar Már segir frá mikilvægi þess að velja góðan nærfatnað og fræðir okkur um leið á því hver munurinn er á gerfiefnum og ull og útskýrir misjafna eiginleika innan hvors flokks fyrir sig.
  • Smári Guðnason fræðir okkur um val á jökla- og skíðagleraugum og útskýrir muninn á linsum og útfærslum á skíða- og jöklagleraugum sem henta við misjafnar aðstæður.
  • Hilmar Már fræðir okkur um val á skíðum til fjallanotkunar, allt frá gönguskíðum með stálköntum til fjallaskíða og freeride skíða ásamt tilheyrandi búnaði.
  • Halldór Hreinsson fjallar um val á gönguskóm til jöklagöngu og þróunina sem er að koma inn síðustu árin í léttari fjallgönguskóm.
  • Hilmar Már fræðir okkur um nýjungar í jöklabúnaði og þróunina í léttari búnaði fyrir fjallgöngu- og fjallaskíðafólk.