Gengið frá Hornströndum til Reykjarfjarðar um helgina

Ferðafélagshópar eru víða um óbyggðir og til fjalla um þessar mundir. Við ræddum við einn fararstjóra FÍ, Helga Jóhannesson, nýkominn úr góðri ferð á Hornströndum.

„Það er frábært að vera í Hornbjargsvita. Við fengum höfðinglegar móttökur hjá feðgunum Dóra og Katli, sem elduðu fyrir okkur og þjónustuðu. Umhverfið þarna er algjörlega dásamlegt,“ segir Helgi sem var með 15 manna hóp í ferðinni.

„Við gegnum frá Hornbjargsvita til Reykjarfjarðar. Við fengum gott gönguveður allan tímann, háskýjað, gott skyggni og úrkomulaust. Í Reykjafirði tók Steinunn Ragnarsdóttir á móti okkur með frábærum veitingum og eldaði m.a. fyrir okkur sjósilung sem þau veiða sjálf.  Hópurinn var alsæll með ferðina,“ segir Helgi ennfremur.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.