Háfjallakvöld með John Snorra

John Snorri klifrar svokallað Bottleneck á fjallinu K2
John Snorri klifrar svokallað Bottleneck á fjallinu K2

John Snorri Sigurjónsson verður aðalfyrirlesari á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Háskólabíói, þriðjudaginn 31. október kl. 20.

John Snorri er fyrsti Íslendingurinn sem nær toppi fjallsins K2 sem er næst hæsta fjall jarðar, alls 8.611 metra hátt. K2 er stundum kallað grimma fjallið og þykir eitthvert erfiðasta og hættulegasta fjall jarðar.

John Snorri bætti þó um betur því á þriggja mánaða tímabili síðasta sumar kleif hann alls þrjú 8 þúsund metra fjöll. Fyrst Lhotse (8.616 m) svo K2 og að endingu K3 eða Broad Peak (8.051 m). 

John Snorri mun fjalla um þetta stórkostlega ævintýri í máli og myndum á Háfjallakvöldinu.

Einnig munu ferðafélagarnir og læknarnir Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson sýna myndir og segja frá íslenskum háfjallaperlum. Fjallað verður um Dyrfjöll og Stórurð, Sveinstind í Öræfajökli, Lónsöræfi og Sauðhamarstind, gullfossa Stranda, Huldufjöll og Mælifell á Mælifellssandi.

Miðaverð er 2.000 krónur og allur ágóði rennur til Lífs sem er styrktarfélag kvennadeildar Landsspítalans.

Kaupa miða

FÍ Háfjallakvöld