Ég fer á fjöll

Nú á nýju ári hefjast nokkur fjallaverkefni Ferðafélags Íslands, þar sem lokaðir hópar ganga saman á fjöll í góðum félagsskap. 

Verkefnin eru af ýmsum toga svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði byrjendur og lengra komnir.

Kynningarfundir verða núna á næstu vikum sem hér segir.

Smellið á nafn verkefnisins til að fá nánari upplýsingar og skrá ykkur í verkefnið.

Fimmtudaginn 4. janúar kl. 20
FÍ Fyrsta skrefið

Þriðjudaginn 9. janúar kl. 20
FÍ Alla leið

Fimmtudaginn 11. janúar kl. 20
FÍ Léttfeti
FÍ Fótfrár
FÍ Þrautseigur

Miðvikudaginn 24. janúar kl. 18
FÍ Svalur á fjöllum