Jólagjafir ferðafélagans!

Gefðu árgjald FÍ, gönguskó, hitabrúsa eða árbækur í jólagjöf.

Frábær jólatilboð fyrir útivistarfólkið og alla ferðaglaða. Sjá tilboðin hér á myndinni til hægri og nánari upplýsingar hér að neðan.

Vertu velkomin á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 til að skoða, máta og gera góð jólakaup!

 • Göngujakki

  Dökkblár göngujakki af tegundinni Marmot Minimalist í kven- og karlasniðum. Alhliða skeljakki með goretexi. Göngujakkinn er merktur með merki Ferðafélags Íslands á upphandlegg og íslenska fánanum á brjósti og kostar 21.000 kr. 

 • Flísjakki

  Dökkblár flísjakki af tegundinni Marmot Variant í kven- og karlasniðum. Hlýr og notalegur jakki sem hentar bæði sem millilag eða léttur utanyfirjakki. Flísjakkinn er merktur með merki Ferðafélags Íslands á upphandlegg og íslenska fánanum á brjósti og kostar 11.000 kr. 

 • Gönguskór

  Brúnir gönguskór af tegundinni Scarpa Ladakh og Hekla . Leðurskór sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður, bæði sumar og vetur. Skórnir kostar 35.000 kr. 

 • Hitabrúsi

  Rauður hitabrúsi af tegundinni Thermos. Sérlega góður, gamaldags brúsi sem heldur hita í 18 plús klukkustundir. Við erum búin að prófa :) Hitabrúsinn kostar 5.000 kr.