Lýðheilsugöngur FÍ 20. september

Fjölmennt í lýðheilsugöngur FÍ um allt land
Fjölmennt í lýðheilsugöngur FÍ um allt land

Frábær þátttaka hefur verið í lýðheilsugöngum FÍ út um allt land sem af er þessum mánuði.  Næstu göngur fara fram víðsvegar um landið n.k. miðvikudag, 20. september.

„Gengið hefur verið í öllum landshlutum alla miðvikudaga nú í september, göngunum verður haldið áfram nú á miðvikudaginn kemur. Þátttakan hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og hlökkum við til að ganga með öllu þessu frábæra fólki um land allt,“ seg­ir Ólöf Sívertsen verkefnastjóri hjá Ferðafélagi Íslands.

Næstu göngur fara fram 20. september viðsvegar um landið.   Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu verkefnisins,  fi.is/lydheilsa