Ný upplýsingaskilti sett upp í Landmanalaugum

Ferðafélag Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun hefur sett upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn í Landmannalaugum.  Á skiltinu koma fram upplýsingar um alla þjónustu og aðstöðu í Landmannalaugum, gönguleiðir í nágrenni Landmannalauga sem og upplýsingar um náttúruvernd á svæðinu og umhverfisvæn skilaboð til ferðamanna.  Vonast er til að skiltið veiti ferðamönnum á svæðinu gagngóðar upplýsingar og um leið létti álag á skála- og landvörðum á svæðinu. Arion banki styrkir Ferðafélag Íslands til góðra verka og uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðamenn á hálendi Íslands.  Árni Tryggvason hannaði skiltið.