Samstarf við Vatnajökulsþjóðgarð

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og Hilmar Antonsson formaður Ferðafélags Akureyrar áttu í dag fund með nýjum framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, Magnúsi Guðmundssyni. Magnús hefur áður gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999. Á fundinum var rætt um samstarf ferðafélagana og þjóðgarðsins. „Framundan eru mörg spennandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við með Vatnajökulsþjóðgarði. Þetta var mjög góður fundur og við óskum Magnúsi velfarnaðar starfi,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri.