Ókeypis dagsferð á Ok 18. ágúst

Þann 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli. Leiðsögumennirnir Hjalti Björnsson og Ragnar Antoniussen munu vera þátttakendum til halds og trausts. Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.

 

Gönguferðin er ekki erfið en þátttakendur eru beðnir um að klæða sig eftir veðri og hafa með sér skjólgóðan fatnað, nesti og vatnsflöskur. Komið verður við á Húsafelli eftir gönguna og heilsað upp á listamanninn Pál Guðmundsson. Áætlað er að koma aftur til Reykjavíkur fyrir kvöldmat.

 

Ferðin er farin fyrir tilstilli Dominic Boyer og Cymene Howe, prófessora í mannfræði við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem munu, daginn fyrir gönguferðina, frumsýna í Bíó Paradís heimildarmynd sem þau hafa unnið að um samband manna og Ok.

Brottför:  Kl. 09:00 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Verð: Ókeypis.

Skráning í gönguferðina er að finna neðst á þessari síðu: https://www.notokmovie.com/

Á vefsíðunni má einnig finna upplýsingar um heimildarmyndina.