Opnar kynningargöngur

Fyrstu fjallgöngur í hverju fjallaverkefni á vegum Ferðafélags Íslands eru að jafnaði ókeypis og opnar öllum svo að fólk geti mátað sig við gönguhópinn. 

Langar þig á fjöll en ert óviss hvað hentar þér? Hér má lesa allt um fjallaverkefni FÍ og svo hvetjum við þig til að mæta í opnu kynningargöngur verkefnanna. 

Kynningargöngur

FÍ Alla leið. Laugardaginn 13. janúar kl. 10. Mosfell. Nánari upplýsingar um gönguna.

FÍ Léttfeti. Laugardaginn 13. janúar. kl. 10:30. Búrfell og Búrfellsgjá. Nánari upplýsingar um gönguna. 

FÍ Fyrsta skrefið. Sunnudaginn 14. janúar kl. 9:30. Esjurætur. Nánari upplýsingar um gönguna.

FÍ Fótfrár. Laugardaginn 27. janúar. kl. 10:30. Búrfell í Grímsnesi. Nánari upplýsingar um gönguna.