Skálaverðir gera sig klára fyrir sumarið

Á föstudaginn var haldinn fyrri hluti námskeiðs fyrir verðandi skálaverði hjá Ferðafélagi Íslands.  Á námskeiðinu var m.a. fjallað um starfsemi Ferðafélagsins, öryggismál á fjöllum, ræstingar og þrif og í lok dagsins var fjallað um eldvarnir og notkun slökkvitækja. Alls tóku 25 verðandi skálaverðir þátt í námskeiðinu.

Seinni hluti námskeiðsins fer fram föstudaginn 8. júní n.k. en þá verður fjallað um skyndihjálp, þjónustustjórnun o.fl.

„Námskeiðið heppnaðist mjög vel og við erum spennt fyrir komandi sumri. Ferðafélagið leggur mikla áherslu á að veita góða og faglega þjónustu og eru þessi námskeið liður í því“, segir Markús Einarsson, rekstrarstjóri skála FÍ., sem sá um framkvæmd námskeiðsins. 

Meðfylgjandi myndir eru frá námskeiðinu.