Skráning hafin í fjalla- og hreyfihópa

Ferðafélag Íslands heldur úti fjölbreyttum fjalla- og hreyfihópum sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.

Meginmarkmið þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.

Það er margt í boði og sannarlega eitthvað fyrir alla.  Kynntu þér úrvalið og komdu með okkur út í náttúruna.

 

Nánari upplýsingar og skráning