Svalur á fjöllum í Heiðmörk

FÍ Svalur á fjöllum  boðar til haustgöngu í Heiðmörk laugardaginn 13. október kl. 11:00.

Létt og þægileg ganga í Heiðmörk, u.þ.b. 2 tímar. Upplifum haustið saman í bland við allskonar skemmtilegan fróðleik.  Mæting kl: 11.00 í  Mörkina þar sem sameinast er í bíla fyrir þá sem vilja annars hefst gangan kl:11.30 frá bílastæðinu við Vífilsstaðavatn.

Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður.

Gott er að hafa með vatn og smá nast eða orkustykki.

Allir velkomnir / þátttaka ókeypis.

Fararstjórar
Hanna Gréta og Aron Freyr