Úlfarsfell 1000 Fjölskylduhátíð FÍ

Ferðafélag Íslands boðar til skemmtigöngu á Úlfarsfell fimmtudaginn, 31. maí og hefst gangan kl. 17.

Athugið að gangan var áður auglýst á uppstigningardag, 10. maí en var frestað vegna veðurs.

Boðið verður upp á tónlistaratriði í skjóli Stórahnúks þar sem Stuðmenn, Hörður Torfason og Katrín Halldóra, sem slegið hefur í gegn sem Elly, stíga á svið og taka lagið.

Æfingakerfið Haukurinn verður líka tekið á fjallinu. Haukur Hjaltason, höfundur kerfisins, leiðir þann viðburð. Þá tekur Fjallakór FÍ lagið.

Reykavíkurborg og Mosfellsbær innsigla samkomulag um uppbyggingu göngustíga í Úlfarsfelli. Og síðast en ekki síst þá kemur þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðið.

Gengið verður bæði frá bílastæði Skógræktarinnar í Mosfellsbæ, við Vesturlandsveg en líka frá bílastæðinu efst í Úlfarsárdal. Fararstjórn er frá þessum stöðum og hóparnir sameinast í skjóli við Stórahnúk þar sem dagskráin fer fram.

Skemmtigöngustjórar verða John Snorri Sigurjónsson og Reynir Traustason

Styrkataraðilar atburðarins eru Vodafone, Ikea, Fjallakofinn og Stundin.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.