Vegprestar á Laugaveginum

Ferðafélag Íslands hefur sett upp nýja vegvísa á Laugaveginum, alls verða settir upp 23 vegvísar á g…
Ferðafélag Íslands hefur sett upp nýja vegvísa á Laugaveginum, alls verða settir upp 23 vegvísar á gönguleiðinni.

Ferðafélag Íslands, Umhverfisstofnun og Rangárþing ytra  hafa í samstarfi sett upp vegvísa á Laugaveginum sem vísa göngufólki leið að næstu skálum til beggja átta og segja til um vegalengdir.  Alls verða settir upp 23 vegvísar á leiðinni sem er 55 km. löng og er verkið nú hálfnað.  Sjálfboðaliðar og landverðir hafa undanfarna daga unnið við  að setja upp vegvísa á leiðinni.  Það var Árni Tryggvason sem hannaði.  Valitor er samstarfsaðili FÍ og hefur styrkt félagið til skiltagerðar og merkinga á helstu gönguleiðum.