Vinnuferð í Hornbjargsvita

Hornbjargsviti út við ystu strendur
Hornbjargsviti út við ystu strendur

Það var myndarlegur hópur félagsmanna og sjálfboðaliða FÍ sem fór í vinnuferð í Hornbjargsvita í lok júní sl.  Tekið var til hendinni við að gangsetja húsið fyrir sumarið; þrífa, mála, lagfæra og koma upp rennunni sem flytur farangur úr fjörunni, auk þess að koma rafmagni og hita í húsið. 

Á milli þess sem unnið var hörðum höndum var farið i góðar gönguferðir bæði í næsta nágrenni og eins var gengið á Hornbjarg. 

Halldór Hafdal Halldórsson er skálavörður FÍ í vitanum á sínu sjötta sumri  þar og ásamt syni sínum Katli.