Fréttir

Flottur hópur á toppi Herðubreiðar

Á þriðja tug fjallagarpa úr hópi Ferðafélags Íslands héldu á Herðubreið um helgina, en fjallið hefur oft verið nefnd drottning Íslenskra fjalla. Sumir fjallagarpana hafa gengið á fjallið yfir 20 sinnum en aldrei verið eins heppin með útsýni og nú, Tómas Guðbjartsson fararstjóri er einn þeirra, „það var klikkað útsýni og sennilega það besta sem ég hef fengið í mínum 24 ferðum á Herðubreið og 30 ferðum í Kverkfjöll.“

Heillandi og fjölbreytt Austurland

Höfundur nýjustu árbókar FÍ, Hjörleifur Guttormsson, segir merkilega jarðsögu, skóglendi, miklar sögulegar minjar og víðfemar óbyggðir einkenna Upphérað og öræfin suður af.

Samstarf við Vatnajökulsþjóðgarð

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og Hilmar Antonsson formaður Ferðafélags Akureyrar áttu í dag fund með nýjum framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, Magnúsi Guðmundssyni. Á fundinum var rætt um samstarf ferðafélagana og þjóðgarðsins.

Annt um umhverfið og fer ferða sinna á reiðhjóli

Oddur Sigurðsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands kom hjólandi á skrifstofu Ferðafélags Íslands að sækja nýútkomna Árbók F.Í. Það vakti athygli og ánægju starfsmanna að sjá hve margir félagsmanna voru duglegir að koma hjólandi, en áætlað er að um 15-20 manns hafi komið daglega undanfarna daga á reiðhjóli til okkar að sækja árbókina.

Tímaritinu Úti dreift til allra félaga

Sumarblað Úti var að koma út. Útgáfufélagið Vertu úti ehf og FÍ hafa gert með sér samkomulag um að allir félagar í FÍ fá eintak af þessu blaði og því næsta, til kynningar.

Árbók Ferðafélags Íslands komin í Mörkina 6

Árbók Ferðafélags Íslands er komin til okkar í Mörkina 6. Félagar FÍ eru hjartanlega velkomnir til okkar að sækja árbókina og fá um leið óvæntan glaðning frá okkur.

Áttaviti FÍ - Gleymum ekki að njóta ferðalagsins

Gestur í Áttavita FÍ að þessu sinni er fararstjórinn og sálfræðingurinn Sigríður Lóa. Hún hvetur okkur að njóta ferðlagsins og gleyma ekki að gefa okkur tíma til að njóta augnabliksins. Sigríður Lóa minnir okkur einnig á mikilvægi hreyfingar í baráttunni gegn algengra lýðheilsusjúkdóma á borð við þunglyndi og kvíða.

Árbókin tilbúin til afhendingar fimmtudaginn 28. júní

Félagsmenn eru velkomnir til okkar í Mörkina 6 n.k. fimmtudag til að sækja eintak af árbók Ferðafélags Íslands upp úr hádegi. Árbókin er mjög umfangsmikil, yfir 500 blaðsíður og rúmlega 500 myndir. Hjá okkur verður heitt á könnunni og félagsmenn fá óvæntan glaðning frá okkur þegar þeir koma að sækja árbókina.

Sértilboð til félagsmanna FÍ á hjólaferðum í Slóveníu og Króatíu

Félagsmönnum Ferðafélags Íslands býðst sértilboð á eftirtöldum hjólaferðum Íslandsvina í lok sumars. Hjólað verður um falleg og áhugaverð svæði í Slóveníu og Króatíu.

„Ótrúlega gaman og óþægilegt“

FÍ Landvættir hafa lokið tveimur þrautum af fjórum. Nú síðast var Blálónsþrautin þreytt við erfiðar aðstæður. Næst er það sundið.