Fréttir

Áttaviti FÍ - Gleymum ekki að njóta ferðalagsins

Gestur í Áttavita FÍ að þessu sinni er fararstjórinn og sálfræðingurinn Sigríður Lóa. Hún hvetur okkur að njóta ferðlagsins og gleyma ekki að gefa okkur tíma til að njóta augnabliksins. Sigríður Lóa minnir okkur einnig á mikilvægi hreyfingar í baráttunni gegn algengra lýðheilsusjúkdóma á borð við þunglyndi og kvíða.

Árbókin tilbúin til afhendingar fimmtudaginn 28. júní

Félagsmenn eru velkomnir til okkar í Mörkina 6 n.k. fimmtudag til að sækja eintak af árbók Ferðafélags Íslands upp úr hádegi. Árbókin er mjög umfangsmikil, yfir 500 blaðsíður og rúmlega 500 myndir. Hjá okkur verður heitt á könnunni og félagsmenn fá óvæntan glaðning frá okkur þegar þeir koma að sækja árbókina.

Sértilboð til félagsmanna FÍ á hjólaferðum í Slóveníu og Króatíu

Félagsmönnum Ferðafélags Íslands býðst sértilboð á eftirtöldum hjólaferðum Íslandsvina í lok sumars. Hjólað verður um falleg og áhugaverð svæði í Slóveníu og Króatíu.

„Ótrúlega gaman og óþægilegt“

FÍ Landvættir hafa lokið tveimur þrautum af fjórum. Nú síðast var Blálónsþrautin þreytt við erfiðar aðstæður. Næst er það sundið.

HM stemming á skrifstofu Ferðafélags Íslands

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands ríkir mikil stemming fyrir leik Íslands og Nígeríu í dag. Allir starfsmenn skrifstofunnar skarta sínum landsliðstreyjum og styðja við bakið á strákunum okkar.

Við styðjum strák­ana okk­ar og lok­um kl. 14:30 föstu­dag­inn 22. júní

Við hjá Ferðafélagi Íslands erum spennt að hvetja íslenska landsliðið gegn Nígeríu föstudaginn 22. júní. Í tilefni af leiknum verður skrifstofan lokuð frá kl 14:30 svo starfsfólk geti horft á leikinn og stutt strákana okkar.

Úlfarsfell 1000 Fjölskylduhátíð FÍ frestað

Í samráði við Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um að fresta veglegri fjölskylduhátíð Ferðafélags Íslands, „Úlfarsfell 1000“. Veðurspáin er afar óhagstæð fyrir dýran tónlistar- og hljóðfærabúnað sem stóð til að nota á hátíðinni.

Líf í lundi - Gönguferð í Heiðmörk 23. júní

Ferðafélag Íslands tekur þátt í verkefni Skógræktarfélagi Íslands undir heitinu „Líf í lundi“. Af því tilefni býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferð í Heiðmörk 23. júní kl. 10:30.

Allt að verða grænt í Langadal

Náttúran er að lifna við í Langadal í Þórsmörk. Njáll Guðmundsson er skálavörður í Skagfjörðsskála í sumar.

Páll Guðmundsson í Áttavitanum

Gestur okkar í fimmta þætti Áttavitans, hlaðvarps ferðafélagsins, er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Í þættinum ræða þeir Páll og Bent um ferðafélagið vítt og breitt. Allt frá stofnun félagsins til dagsins í dag.