Starfsmaður

Bjarney Gunnarsdóttir

Bjarney Gunnarsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 696 3984

Bjarney er borgarbarn en ættuð frá Ísafirði og má rekja útivistaráhuga hennar til Vestfjarðanna. Hún hefur frá unga aldri farið reglulega vestur, annað hvort til þess að fara á skíði eða í göngferðir um Hornstrandir.

Bjarney hóf störf hjá Ferðafélaginu árið 2009 þegar hún var skálavörður í Landmannalaugum. Núna heldur hún utan um heilsueflingarverkefni FÍ, Aftur af stað.

Bjarney útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskólanum á Laugarvatni árið 2009. Hún er einnig með diplóma í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum.

Á láglendinu starfar Bjarney sem kennari auk þess að sjá um ýmis konar þjálfun, hópefli og viðburðastjórnun.

Ómissandi í bakpokann

Rúsínu- og súkkulaðinasl.

Uppáhalds leiksvæði

Hornstrandir og Hvalfjörðurinn.