Starfsmaður

Lilja Steingrímsdóttir

Lilja Steingrímsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 897 1909

Lilja smitaðist af ólæknandi óbyggðarást sumarið 2003 þegar hún gekk um Kárahnjúka og Vesturöræfi. Síðan hefur hún gengið margar fallegustu gönguleiðir á Íslandi, svo sem Mývatnsöræfi, Lónsöræfi, Víknaslóðir, Hornstrandir, Vatnaleið, Vestfirði og Arnarvatnsheiði svo eitthvað sé nefnt.

Þessi fjalla og óbyggðagleði leiddi svo til þess Lilja útskrifaðist vorið 2012 sem gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands í MK. Í kjölfarið slóst í hóp leiðsögumanna Ferðafélags Íslands og hefur leiðsagt í allnokkrum ferðum á vegum félagsins um Hornstrandir og Laugaveg.

Vorið 2014 sótti Lilja námskeið í rötun og notkun GPS tækis á vegum Tækniskóla Íslands.

Aðalstarf Lilju hefur verið hjúkrun síðastliðin 29 ár. Hún hefur einnig starfað að hluta sem hómópti LCPH, en hún útskrifaðist sem slíkur árið 1998.

Ómissandi í bakpokann

Ukulele, fjögurra strengja hljóðfæri sem hún spilar á undir söng og til gleðigjafar, þegar við á.

Uppáhalds leiksvæði

Hornstrandir.