Starfsmaður

Þórður Höskuldsson

Þórður Höskuldsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 897 0566

Þórður fór að ferðast um landið löngu áður en hann hafði nokkuð um málið að segja og kynntist þannig ævintýralandinu Íslandi. Eftir að ferðalöngunin var vakin hefur henni verið svalað með margvíslegum hætti en fátt finnst honum betra en góð stund á fjöllum.

Í seinni tíð hafa hjólaferðalög heima og erlendis verið ofarlega á blaði. Þórður hefur verið hjólandi fararstjóri frá því á síðustu öld.

Þórður er viðskiptafræðingur og rekur eigið upplýsingatæknifyrirtæki. Hann hefur setið í stjórn Ferðafélags Íslands frá árinu 2011 og er formaður Þórsmerkurnefndar.

Helstu áhugamál Þórðar eru ferðalög, fróðleikur, hjólreiðar og hestamennska.

Ómissandi í bakpokann

Bætur, slanga og góð pumpa

Uppáhalds leiksvæði

Kjölur og Þórsmörk