Starfsmaður

Tryggvi Felixson

Tryggvi Felixson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 699 2682

Tryggvi Felixson fékk fjallabakteríuna í æsku sem skáti í Kópavogi og smali undir Mýrdalsjökli. Sem flokks- og sveitarforingi í Skátafélaginu Kópar í mörg ár aflaði hann sér dýrmætrar þekkingar og reynslu til starfa sem leiðsögumaður utan alfarleiða. Þessi misserin er hann í leiðsögunámi við Endurmenntun HÍ.

Tryggvi hefur verið leiðsögumaður í gönguferðum víða um land, en undanfarin ártug hefur hann sérhæft sig í ferðum um Þjórsárver.

Aðalstarf Tryggva er að vera ,,ráðgjafi” við skrifstofu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn, en hann á fjölbreyttan starfsferil að baki, m.a. sem framkvæmdastjóri Landverndar í ein 6 ár.

Ómissandi í bakpokann

Sjónauki, súkkulaði og ullarvettlingar.

Uppáhalds leiksvæði

Víðast hvar í óbyggðum Íslands má upplifa dýrð fjallalífsins, en Þjórsárver og Hornstrandir hafa alveg sérstakan sess.