Starfsmaður

Vigfús Gunnar Gíslason

Vigfús Gunnar Gíslason

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 892 4452

Vigfús er fæddur og uppalinn á Flögu í Skaftártungu. Við leik og störf á bóndabæjum er náttúran stöðugt viðfangsefni. Bændurnir eiga allt undir veðrinu og náttúrunni. Þeir sem alast upp í sveit þurfa fljótt að þjálfast upp og verða þáttakendur í sveitastörfunum, svo sem smölun heimalanda og víðáttumikilla afrétta.

Vigfús hefur í framhaldi af ferðum sínum um fjöll í fjárleitum, veiðimennsku og vetrarferðum tekið að sér fararstjórn fyrir ýmsa hópa. Ferðafélag Íslands hefur staðið fyrir gönguferðum á heimaslóðum Vigfúsar undir hans leiðsögn.

Vigfús hefur starfað með ferðafélagi Ölfuss í tvo áratugi og leitt gönguferðir þeirra víða um land. Hann hefur gengið og skoðað forna þjóðleið Skaftfellinga og annarra austanmanna til hins gamla verslunarstaðar Eyrarbakka.

Svæði Vigfúsar er einkum hálendið sunnanlands og sérstaklega í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar þekkir hann flest í hinu stórbrotna landslagi, bæina, söguna og hvernig líf fólksins hefur þróast með breyttum samgöngum, verslunar og búsetuháttum.

Vigfús er framkvæmdastjóri og býr í Garðabæ.

Ómissandi í bakpokann

Ullarvettlingar, hangikjöt og súkkulaði sem stundum er þar í nokkur ár.

Uppáhalds leiksvæði

Afréttur og heiðar Skaftártungu.