Allar vörur

Norður við fjölvindahaf

Þetta fræðslurit FÍ fjallar um Hælavíkurbjarg og er ómetanleg heimild um örnefni á svæðinu, mannlíf og lífsbjörg fólksins við björgin.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.900 kr.
Norður við fjölvindahaf
Norður við fjölvindahaf

Norður við fjölvindahaf

Eftir Hallvarð Guðlaugsson frá Búðum í Hlöðuvík

Þetta fræðslurit FÍ fjallar um Hælavíkurbjarg og er ómetanleg heimild um örnefni á svæðinu, mannlíf og lífsbjörg fólksins við björgin.

Hælavíkurbjarg er ekki árennilegt til bjargsiga en á 19. og 20. öld var sigið þar eftir eggjum og fugli og bjargið var íbúum í víkunum norðan Kögurs gjöful matarkista.

Hallvarður Guðlaugsson hefur í þessu riti tínt til gagnmerkan fróðleik um æskuslóðir sínar. Hér er fjallað um fyglinga og bjargsig en jafnframt um örnefni í Hælavíkurbjargi, Hælavík og á leiðinni milli Hlöðuvíkur og Hesteyrar og eru öll nöfn  merkt inn á skýrar loftmyndir.

En hér er engin þurr nafnaþula á ferð, nöfnunum fylgja gjarnan sögur, spaugilegar eða harmrænar en aldrei hversdagslegar, sem gefa okkur nútímamönnum sýn inn í líf og lífsbaráttu fyrri tíðar fólks norður við fjölvindahaf.

Kaflar í bókinni

 • Hælavíkurbjarg
  • Örnefni og fyglingatal
  • Frumherjarnir
  • Þrír ofurhugar
  • Gránef
  • Örnefni undir Hælavíkurbjargi
 • Örnefni í Hælavík
 • Gönguleiðin frá Hlöðuvík út að Hesteyri
 • Heimsókn til Hjálmfríðar
 • Hvítabirnir norður í Víkum
 • Æðri forsjón undir Bjargi
 • Steinþórsstandur á Grænanesi
 • Eggjataka í Gránefnum í Hælavíkurbjargi