FÍ 52 fjöll

Um verkefnið 2021

Fjallaverkefnið 52 fjöll hóf göngu sína 2010 og var starfrækt í mörg ár. Það verður nú sett af stað aftur með örlítið breyttu sniði. Kvöldgögur hefjast kl 18:15 á upphafsstað göngunnar og dagsferðir kl 9 með örfáum undantekningum sem verða auglýstar þegar þar að kemur.

Verkefnið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum. Mikil áhersla á fræðslu, jarðfræði, sögur af svæðinu og örnefnum gerð skil. Meðal gönguhraði 2km/klst.

Á dagskránni eru 52 fjallgöngur sem skiptast í kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og dagsferðir sem verða um helgar. Þrjár helgarferðir eru á dagskrá, Þórsmörk, Landmannalaugar og Vestmannaeyjar.

Kynningarfundur þriðjud. 5.janúar kl. 20. 

FÍ 52 Fjöll - Kynningarfundur

 

Umsjón: Hjalti Björnsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Verð: 152.000 árgjald FÍ 2021 innifalið.

 

Dagskrá

Dagsetning Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
05.01. Þriðjudagur 20:00 Kynning  
16.01 Laugardagur 10:00 Úlfarsfell 4,5 km/230m
25.01 Mánudagur 18:00 Mosfell 3,5 km/250m
30.01 Laugardagur 09:00 Selfjall og Sandfjall 6,7 km/500m
08.02 Mánudagur 18:00

ArnarhamarogSmáþúfur

5 km/450m
13.02 Laugardagur 09:00 Skálafell á Hellisheiði 9 km/450m
22.02 Mánudagur 18:00 Valahnúkar og Helgafell 8 km/400m
27.02 Laugardagur 09:00 Skálatindur 11 km/750m
08.03 Mánudagur 18:00 Helgafell í Mosfellsbæ 5,5 km/200m
13.03 Laugardagur 09:00 Þorbjörn, Hagafell og Sýlingafjall 9,2 km/400m
22.03 Mánudagur 18:00 Eyrarfjall 8,8km/450m
27.03 Laugardagur 09:00 Botnssúlur 15 km/1050m
19.04 Mánudagur 18:00 Akrafjall 7,5km/540m
24.04 Laugardagur 09:00 Lambatunguhnúkur í Skarðsheiði 13 km/960m
05.05 Miðvikudagur 18:00 Miðdegishnúkur 5,2 km/300m
12.05 Miðvikudagur 18:00 Höttur og Hetta 7 km/350m
19.05 Miðvikudagur 18:00 Þyrill 7,6 km/400m
05.-06.06 Helgarferð   Þórsmörk 25 km/1500m
04.-05.09 Helgarferð   Landmannalaugar, 5 fjöll 26 km/1600m
13.09 Mánudagur 18:00 Botnahnúkur 7 km/400m
18.09 Laugardagur 09:00 Horn og Drápuhlíðarfjall 12 km/650m
27.9 Mánudagur 18:00 Vatnshlíðarhorn 5 km/200m
02.10. Laugardagur 09:00 Brekkukambur 8 km/650m
11.10. Mánudagur 18:00 Hvirfill og Stóri Bolli 7,5 km/350m
16.-17.10 Laugardagur 06:00 Vestmannaeyjar, 7 fjöll 25 km/1200
25.10 Mánudagur 18:00 Haukafjöll og Þríhnúkar 7 km/300m
30.10 Laugardagur 09:00 Reykjafell og Æsustaðafjall 6,2 km/260m
08.11 Mánudagur 18:00 Reykjafell á Hellisheiði 4,6 km/250m
13.11 Laugardagur 09:00 Fagradalsfjall 8 km/510m
21.11 Sunnudagur 09:00 Keilir 7,3 km/300m

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Smelltu á mynd til að bóka