FÍ Ferðaskíði

Ferðafélag Íslands kynnir nýtt verkefni; Á ferðaskíðum með FÍ.
Kennsla og þjálfun í ferðaskíðamennsku (utanbrautar) þar sem gengið er á ferðaskíðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Auk kennslu er boðið upp á dagsferðir og eina helgarferð. Hámarksfjöldi er 18 manns. Það er einstök tilfinning að ferðast um í náttúru landsins að vetrarlagi á ferðaskíðum og svífa frjáls eins og fuglinn um snæbreiður.

Kynningarfundur þriðjudaginninn 9. febrúar kl. 18:00

Verð: 117.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.

Hópstjóri er Árni Tryggvason, en nokkrir valinkunnir og skíðavanir fararstjórar hjá FÍ munu einnig taka þátt í ferðunum.

Dagskrá FÍ á ferðaskíðum 

Dagsetning Vikudagur Tími Hvað
9. feb Þriðjudagur 18:00 Kynningarfundur á facebook
13. feb Laugardagur  09:00  Skíðadagsferð
16. feb Þriðjudagur 17.30 Ferðaskíðaæfing
27. feb Laugardagur 09:00 Skíðadagsferð
2. mars Þriðjudagur 17:30 Ferðaskíðaæfing
13. mars Laugardagur 09:00 Skíðadagsferð
16. mars Þriðjudagur 17:30 Ferðaskíðaæfing
27. - 28. mars Helgarferð   Tjaldferð 
30. mars Þriðjudagur  17:30 Ferðasskíðaæfing
10. apríl Laugardagur 09:00 Skíðadagsferð
13. apríl Þriðjudagur   17.30

Ferðaskíðaæfing

       

Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og skíðafæris

Endanleg dagskrá ræðst af færi og snjóalögum. Hér að neðan er hugmyndir að mögulegum ferðum hópsins:

 • Gengið í Bláfjöllum og nágrenni.
 • Gengið yfir Mosfellsheiði. (Rúta)
 • Farið í Innstadal frá Hellisheiði.
 • Hringferð um Lakadal og tölt á Litla Meitil og jafnvel upp að Skálafelli ef aðstæður eru flottar.
 • Lyngdalsheiði. Þe. Lyngdalsheiði sjálf, suður af samnefndum vegi.
 • Bláfjöll - Kleifarvatn (Rútu)
 • Marardalur
  Umhverfis Hrafnabjörg frá Þingvöllum.
 • Esjan endilöng. (krefjandi ferð ef snjóalög leyfa í lok apríl, byrjun maí)
 • Helgarferð þann 27. -28. mars. Tjaldferð , Um Kaldadal til Þingvalla en ræðst eftir veðri, ferð og aðstæðum.

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Búið er að loka fyrir skráningu