FÍ Alla leið

Um verkefnið 2023

Árið 2023 er tíu ára afmælisár Alla leið. Af því tilefni höfum við sérstaklega dregið saman þær ferðir sem í gegnum tíðina hafa vakið mesta lukku eða verið einstaklega minnisstæðar fyrir þátttakendur. Meginmarkmið verkefnisins er sem fyrr að undirbúa þátttakendur undir langa og krefjandi jöklagöngu að vori. Undirbúningurinn er í grunnin þríþættur: að byggja upp þrek og styrk með stigmagnandi hætti, að læra að ferðast, nærast og búa sig á fjöllum með öruggum hætti og að öðlast þá tækni sem þarf til að ferðast um jökla eða fjöll í vetraraðstæðum. Myndir úr verkefninu.

Verkefninu líkur með göngu á einn af  hæstu tindum landsins:
Þverártindsegg 29.apríl, - Sveinstindur 06. maí, - Hrútsfjallstindar 20. maí, - Hvannadalshnúkur 3.júní og -Birnudalstindur 10. júní. Ef illa viðrar á uppgöngudaginn er sunnudagur til vara. 
Ekki er endurgreitt eða hægt að færa til tinda eftir að skráningu lýkur þann 5. apríl. 

Eftir sumarið tekur við nýtt verkefni, Alla leið - haust, sem stendur fram til áramóta.

Greitt er sérstaklega fyrir hvort verkefni fyrir sig en hægt er að greiða fyrir allt árið og fá betra verð sé greitt fyrir 31. janúar. 

Umsjón: Bjarni Már Gylfason.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

Verð: 79.500, Alla leið vor  árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.
Verð: 123.500, Alla leið vor og Alla leið haust, árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.

Undirbúningsfundur: miðvikudagur 11. janúar kl. 20 á Zoom.

 

Dagskrá FÍ Alla leið vor 2023

Dags. Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
11. jan Fimmtudagur 20:00 Undirbúningsfundur  á ZOOM og TEEMS  
21. jan Laugardagur 10:00 Sandfell og & Selfjall 7km/500m
30. jan Mánudagur 18:15 Helgafell 5km/300m
04. feb Laugardagur 10:00 Gráhnúkur í Esjunni 6km/650m
13. feb Mánudagur 18:00 Fjaran og hafið – kraftganga 18km/100m
18. feb Laugardagur 10:00 Vetrarfjallamennska 101 – Gunnlaugsskarð / Kistufell 9km/700m
27. feb Mánudagur 18:00 Geldingadalir 7km/450m
04. mar Laugardagur 9:00 Búrfell í Þingvallasveit 13km/800m
13. mar Mánudagur 18:00 Lambafell 8 km/350m
18. mar Laugardagur 9:00 Þórnýjartindur 8,5 km/700m
27. mar Mánudagur 18:00 Skálafell á Hellisheiði 6 km/350m
01. apr Laugardagur 9:00 Blikdalshringur 22 km/1100m
  PÁSKAFRÍ PÁSKAFRÍ PÁSKAFRÍ
15. apr Laugardagur 18:00 9 tindar Hafnarfjalls ** 14 km/1100m
22. apr Laugardagur 9:00 Heiðarhorn og Skarðshyrna ** 12 km/1100m
01. maí Mánudagur 18:00 Grímannsfell 8 km/400m
08. maí Mánudagur 18 Keilir 7 km/400m
15.maí Mánudagur 18:00 Akrafjall 8 km/500m
22.maí Mánudagur 18:00 Skeggi úr Dyradal 9 km/450m
      TOPPAR  
29.apr Toppdagur   Þverártindsegg, (einn af fimm valmöguleikum) ** 18 km/1700m
06.maí Toppdagur   Sveinstindur, (einn af fimm valmöguleikum) ** 25 km/2100m
20.maí Toppdagur   Hrútsfjallstindar (einn af fimm valmöguleikum)** 26 km/2000m
3.jún Toppdagur   Hvannadalshnúkur, (einn af fimm valmöguleikum) ** 24 km/2100m
10.jún Toppdagur   Birnudalstindur (einn af fimm valmöguleikum)** 24 km/1700m


* Rúta sem greiðist aukalega
** Jöklabúnaður nauðsynlegur

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla  eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

 

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.