FÍ Alla leið haust

Um verkefnið 

Alla leið verkefnið heldur áfram í haust með fjallgöngudagskrá sem byrjar 26. ágúst og lýkur í lok nóvember. Þetta verkefni hefur hlotið nafnið Afmælisgöngur Alla leið haust og verður kynnt á sérstökum kynningarfundi sem fram fer miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 á ZOOM.

Verkefnið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum ferðafélögum. Myndir úr verkefninu.

Á dagskránni eru 14 fjallgöngur sem skiptast í fimm kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og níu dagsferðir sem verða um helgar. Í þessu haustverkefni verður farin helgarferð í Þórsmörk og þá gengið yfir Fimmvörðuháls og svo dagur í Þórsmörk.

Umsjón: Hjalti Björnsson, Bjarni Már Gylfason, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Charles Benfield, Auður Kjartansdóttir.

Smellið hér til að horfa á upplýsinga- og kynningarfundinn sem var 21. ágúst

Verð: 54.000 fyrir félagsfólk FÍ.
Verð: 62.500 árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

VERKEFNIÐ ER ORÐIÐ FULLBÓKAÐ. NÝTT VERKEFNI BYRJAR Í JANÚAR 2024.

Skrá mig á biðlistan

Dagskrá Alla leið, haust

Dag Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
17.ágú Kynningarkvöld 20:00 ZOOM fundur  
26.ágú Laugardagur 9:00 Högnhöfði og Brúarárskörð 15km/900m
09. sept. Laugardagur 7:00 Grænihryggur - Laugar 20km/1200m
18. sept. Mánudagur 17:45 Vífilsfell 5km/300m
23.-24.sept. Helgarferð 7:00 Fimmvörðuháls helgarferð */*** 35km/1500m 
2.okt Mánudagur 17:45 Tjarnarhnúkur og Ölkelduhnúkur 7km/400m
7.okt Laugardagur 9:00 Vestursúla 16km/1000m
16. okt. Mánudagur 17:45 Reykjafell og Æsustaðafjall 6km/350m
21. okt. Laugardagur 9:00 Seltindur í Esju 10km/700m
30. okt. Mánudagur 17:45 Þrándarstaðafjall 8km/400m
04. nov. Laugardagur 9:00 Selvogsgata um Grindarskörð * 6km/300m 
13. nov. Mánudagur 17:45 Húsfell og Valahnúkar 6km/300m
18. nóv. Laugardagur 10:00 Ketilstígur og Miðdegishnúkur 12km/350m
25. nóv. Laugardagur 10:00 Fræðsluganga frá Straumi 10km/300m

 

* Rúta sem greiðist aukalega
** Jöklabúnaður nauðsynlegur
*** Gisting sem greiðist aukalega

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla  eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.

Lámarks þátttaka: 30 manns